Viðskipti innlent

Fleiri dýralæknar

Nýr bankastjóri Straums-Burðaráss er hokinn af reynslu í bankaheiminum og veit sínu viti í þeimi heimi. Fjármálaráðherra Íslands hefur stundum mátt sæta því að um bakgrunn hans sé talað með niðrandi hætti, en hann er dýralæknir að mennt. Það er því Árna Mathiesen nokkur huggun að nýr forstjóri Straums og fyrrverandi háttsettur yfirmaður Bank of America er einnig dýralæknir að mennt.

Staðreyndin er nefnilega sú að í heimi alþjóðaviðskipta er bakgrunnur manna mismunandi. Þannig eru dæmi um yfirmann Deutsche Bank í London með menntun á svið fornfræði Grikkja og Rómverja. Aðalatriðið er nefnilega að menn kunni til verka og það sem sennilega skiptir mestu; ráði við sæmilega flókna hugsun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×