Viðskipti innlent

Ungskáldin auka söluna

Hún er þekkt sagan af Einari Má Guðmundssyni og fleiri skáldum sem þræddu kaffihús og bari borgarinnar á árum áður og gerðu tilraunir til að pranga nýjustu afurð sinni inn á misdrukkið fólk. Margir sluppu við bókakaup yfir bjórglasi á þeim forsendum að þá skorti lausafé. Eitt ungskáldanna, sem á dögunum gaf út sína nýjustu ljóðabók, heldur enn í gömlu sölutæknina þótt það gefi nú út undir merkjum virðulegrar bókaútgáfu. Skáldið hefur greinilega lært af söluferðum á barina því nú er það vopnað þráðlausri posavél. Afsakanir bargesta um skort á skotsilfri duga því skammt og má gera ráð fyrir stóraukinni sölu hjá ungskáldinu á börunum í ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×