Laugarvatnshátíð 9. júní 5. júní 2007 10:26 Samtök, sem kalla mætti Vini Laugarvatns, hafa undirbúið hátíð á Laugarvatni 9. júní nk. Markmiðið er að vekja áhuga og skilning almennings og ráðamanna á viðhaldi blómlegrar byggðar á skólasetrinu Laugarvatni. Suðurland skartar margri prýði, fjölbreyttri náttúru og mannlífi og fornhelgum sögustöðum, sannkölluðum þjóðargersemum. Á síðari mannsöldrum hafa verið efldar í landinu nýjar byggðir að kalla, sem blómstrað hafa fyrir atorku nýrra kynslóða, m.a. á Suðurlandi, sem við beinum nú sjónum okkar að. Þannig ávöxtum við það sem enn er nefnt þjóðararfur í góðum og gildum ungmennafélagsanda. Þeim anda er þörf að halda við og leika með í samspili við jákvæða alþjóðahyggju. Þetta tvennt þarf að fara saman. Einn þeirra staða sem skapaðir voru og mótaðir af mannshuga og manna höndum á 20. öld, nýliðinni framfaraöld á Íslandi, er skólasetrið á Laugarvatni. Af því verki öllu saman er mikil saga, og mörg nöfn tengjast Laugarvatnssögu. Ofarlega eru nöfn hinna hugsjónaríku Laugarvatnshjóna, Böðvars og Ingunnar sem þar bjuggu við rausn um áratugi, en seldu jörð sína undir skólabyggð án fjárhagslegs ágóða. Bjarni á Laugarvatni, skólastjóri þar lengst allra manna, er höfuðkempa skólasögunnar og nafn hans uppi. Hátíðin á laugardaginn er þó nefnd Jónasarvaka, kennd við hinn eina sanna Jónas frá Hriflu sem í nafni valds síns batt enda á langvinnar deilur um skólastað með því að fyrirskipa Sunnlendingum að reisa skólann á Laugarvatni. Guðjón Samúelsson arkitekt hafði raunar löngu áður bent á þessa varmavatnskvos undir heiðarfjöllum sem vænlegastan skólastað í sveit á Suðurlandi. Um þá Jónas og Guðjón hafa oft staðið harðar deilur, lifandi og dauða. En nú kemur saman hópur lærðra manna til þess að fjalla um hlut þeirra í uppbyggingu Laugarvatns. Má með sanni ætla að þessi Jónasarhátíð verði bæði fróðleg og skemmtileg. Þar láta ljós sitt skína ekki minni menn í fræðunum en Guðjón Friðriksson, Helgi Skúli, Ívar Jónsson og Pétur Ármannsson undir styrkri stjórn Guðmundar Ólafssonar. Að þessu loknu verður haldin þjóðleg kvöldvaka með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök, sem kalla mætti Vini Laugarvatns, hafa undirbúið hátíð á Laugarvatni 9. júní nk. Markmiðið er að vekja áhuga og skilning almennings og ráðamanna á viðhaldi blómlegrar byggðar á skólasetrinu Laugarvatni. Suðurland skartar margri prýði, fjölbreyttri náttúru og mannlífi og fornhelgum sögustöðum, sannkölluðum þjóðargersemum. Á síðari mannsöldrum hafa verið efldar í landinu nýjar byggðir að kalla, sem blómstrað hafa fyrir atorku nýrra kynslóða, m.a. á Suðurlandi, sem við beinum nú sjónum okkar að. Þannig ávöxtum við það sem enn er nefnt þjóðararfur í góðum og gildum ungmennafélagsanda. Þeim anda er þörf að halda við og leika með í samspili við jákvæða alþjóðahyggju. Þetta tvennt þarf að fara saman. Einn þeirra staða sem skapaðir voru og mótaðir af mannshuga og manna höndum á 20. öld, nýliðinni framfaraöld á Íslandi, er skólasetrið á Laugarvatni. Af því verki öllu saman er mikil saga, og mörg nöfn tengjast Laugarvatnssögu. Ofarlega eru nöfn hinna hugsjónaríku Laugarvatnshjóna, Böðvars og Ingunnar sem þar bjuggu við rausn um áratugi, en seldu jörð sína undir skólabyggð án fjárhagslegs ágóða. Bjarni á Laugarvatni, skólastjóri þar lengst allra manna, er höfuðkempa skólasögunnar og nafn hans uppi. Hátíðin á laugardaginn er þó nefnd Jónasarvaka, kennd við hinn eina sanna Jónas frá Hriflu sem í nafni valds síns batt enda á langvinnar deilur um skólastað með því að fyrirskipa Sunnlendingum að reisa skólann á Laugarvatni. Guðjón Samúelsson arkitekt hafði raunar löngu áður bent á þessa varmavatnskvos undir heiðarfjöllum sem vænlegastan skólastað í sveit á Suðurlandi. Um þá Jónas og Guðjón hafa oft staðið harðar deilur, lifandi og dauða. En nú kemur saman hópur lærðra manna til þess að fjalla um hlut þeirra í uppbyggingu Laugarvatns. Má með sanni ætla að þessi Jónasarhátíð verði bæði fróðleg og skemmtileg. Þar láta ljós sitt skína ekki minni menn í fræðunum en Guðjón Friðriksson, Helgi Skúli, Ívar Jónsson og Pétur Ármannsson undir styrkri stjórn Guðmundar Ólafssonar. Að þessu loknu verður haldin þjóðleg kvöldvaka með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun