Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir og Halla Thoroddsen skrifa 5. nóvember 2024 14:15 Íslenskt samfélag horfir fram á mikla fjölgun eldra fólks á komandi árum. Einkum er fyrirsjáanleg gríðarleg fjölgun í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt, þar sem fjöldinn mun meira en tvöfaldast og fer úr um 14.000 manns í um 28.000 manns. Þetta eru þeir þegnar samfélagsins sem mest þurfa á umönnun og heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt að lýðheilsa fari almennt batnandi og fleiri upplifa betri lífslíkur við góða heilsu þegar aldurinn færist yfir, þá hefur þessi tvöföldun elstu aldurshópanna í för með sér miklar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið. Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin? Ekki gera ekki neitt Í árslok 2023 voru tæplega 3000 hjúkrunarrými á landinu og flest þau sem þangað flytja eru komin yfir áttrætt. Til að halda í við þá miklu fjölgun sem fyrirsjáanleg er í elstu aldurshópunum telur heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum þurfi að fjölga um nálægt 1600 fram til ársins 2040. Þetta þýðir eitt hjúkrunarheimili fyrir 94 íbúa á ári. Um 450 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir til viðbótar að uppsöfnuð þörf er mikil og ljóst að fjölga muni hratt í þeim hópi ef ekki verður hafist handa strax við að fjölga hjúkrunarrýmum. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem var gefin út í byrjun árs var lagður hornsteinn að stefnu sem stuðlar að hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila sem þarf að fylgja eftir til að heilbrigðiskerfið fari ekki úr böndunum fyrr en síðar. Velferð eldra fólks og velsældarhagkerfið Árið 2019 setti forsætisráðuneytið fram opinbera mælikvarða sem mæla hagsæld og lífsgæði þjóðarinnar og viðurkennt að ekki er nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu eða hagvaxtar. Metnir eru félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir sem teljast mikilvægir velsæld Íslendinga. Meðal félagslegra mælikvarða sem snúa að heilsu eru lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og eigið mat á andlegri heilsu. Ef við höldum ekki áfram og aukum ekki við uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir eldra fólk sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu, þá mun án vafa afleiðingin verða sú að félagslegu mælikvarðarnir, lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og andleg heilsa Íslendinga versnar. Umönnun veikra foreldra mun leggjast í auknum mæli á uppkomin börn eða maka þar sem úrræðin verða ekki til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Kannski verður til fimmta vaktin, umönnun foreldra okkar? Þeir sem hafa sinnt því hlutverki þekkja álagið og áhyggjurnar sem því fylgir og margir upplifa sjálfir heilsubrest. Með vanfjármögnuðu kerfi munu fleiri þurfa að taka þessa nýju vakt. Á meðan sjúkrahúsin geta ekki útskrifað eldra fólk á hjúkrunarheimili verða gæði bráðrar þjónustu og valkvæðra aðgerða sífellt lakari og sú staða er í raun veruleikinn okkar í dag. Sýnum fyrirhyggju Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu. Höfundar hennar eru María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag horfir fram á mikla fjölgun eldra fólks á komandi árum. Einkum er fyrirsjáanleg gríðarleg fjölgun í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt, þar sem fjöldinn mun meira en tvöfaldast og fer úr um 14.000 manns í um 28.000 manns. Þetta eru þeir þegnar samfélagsins sem mest þurfa á umönnun og heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt að lýðheilsa fari almennt batnandi og fleiri upplifa betri lífslíkur við góða heilsu þegar aldurinn færist yfir, þá hefur þessi tvöföldun elstu aldurshópanna í för með sér miklar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið. Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin? Ekki gera ekki neitt Í árslok 2023 voru tæplega 3000 hjúkrunarrými á landinu og flest þau sem þangað flytja eru komin yfir áttrætt. Til að halda í við þá miklu fjölgun sem fyrirsjáanleg er í elstu aldurshópunum telur heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum þurfi að fjölga um nálægt 1600 fram til ársins 2040. Þetta þýðir eitt hjúkrunarheimili fyrir 94 íbúa á ári. Um 450 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir til viðbótar að uppsöfnuð þörf er mikil og ljóst að fjölga muni hratt í þeim hópi ef ekki verður hafist handa strax við að fjölga hjúkrunarrýmum. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem var gefin út í byrjun árs var lagður hornsteinn að stefnu sem stuðlar að hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila sem þarf að fylgja eftir til að heilbrigðiskerfið fari ekki úr böndunum fyrr en síðar. Velferð eldra fólks og velsældarhagkerfið Árið 2019 setti forsætisráðuneytið fram opinbera mælikvarða sem mæla hagsæld og lífsgæði þjóðarinnar og viðurkennt að ekki er nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu eða hagvaxtar. Metnir eru félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir sem teljast mikilvægir velsæld Íslendinga. Meðal félagslegra mælikvarða sem snúa að heilsu eru lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og eigið mat á andlegri heilsu. Ef við höldum ekki áfram og aukum ekki við uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir eldra fólk sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu, þá mun án vafa afleiðingin verða sú að félagslegu mælikvarðarnir, lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og andleg heilsa Íslendinga versnar. Umönnun veikra foreldra mun leggjast í auknum mæli á uppkomin börn eða maka þar sem úrræðin verða ekki til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Kannski verður til fimmta vaktin, umönnun foreldra okkar? Þeir sem hafa sinnt því hlutverki þekkja álagið og áhyggjurnar sem því fylgir og margir upplifa sjálfir heilsubrest. Með vanfjármögnuðu kerfi munu fleiri þurfa að taka þessa nýju vakt. Á meðan sjúkrahúsin geta ekki útskrifað eldra fólk á hjúkrunarheimili verða gæði bráðrar þjónustu og valkvæðra aðgerða sífellt lakari og sú staða er í raun veruleikinn okkar í dag. Sýnum fyrirhyggju Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu. Höfundar hennar eru María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun