Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir og Halla Thoroddsen skrifa 5. nóvember 2024 14:15 Íslenskt samfélag horfir fram á mikla fjölgun eldra fólks á komandi árum. Einkum er fyrirsjáanleg gríðarleg fjölgun í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt, þar sem fjöldinn mun meira en tvöfaldast og fer úr um 14.000 manns í um 28.000 manns. Þetta eru þeir þegnar samfélagsins sem mest þurfa á umönnun og heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt að lýðheilsa fari almennt batnandi og fleiri upplifa betri lífslíkur við góða heilsu þegar aldurinn færist yfir, þá hefur þessi tvöföldun elstu aldurshópanna í för með sér miklar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið. Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin? Ekki gera ekki neitt Í árslok 2023 voru tæplega 3000 hjúkrunarrými á landinu og flest þau sem þangað flytja eru komin yfir áttrætt. Til að halda í við þá miklu fjölgun sem fyrirsjáanleg er í elstu aldurshópunum telur heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum þurfi að fjölga um nálægt 1600 fram til ársins 2040. Þetta þýðir eitt hjúkrunarheimili fyrir 94 íbúa á ári. Um 450 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir til viðbótar að uppsöfnuð þörf er mikil og ljóst að fjölga muni hratt í þeim hópi ef ekki verður hafist handa strax við að fjölga hjúkrunarrýmum. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem var gefin út í byrjun árs var lagður hornsteinn að stefnu sem stuðlar að hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila sem þarf að fylgja eftir til að heilbrigðiskerfið fari ekki úr böndunum fyrr en síðar. Velferð eldra fólks og velsældarhagkerfið Árið 2019 setti forsætisráðuneytið fram opinbera mælikvarða sem mæla hagsæld og lífsgæði þjóðarinnar og viðurkennt að ekki er nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu eða hagvaxtar. Metnir eru félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir sem teljast mikilvægir velsæld Íslendinga. Meðal félagslegra mælikvarða sem snúa að heilsu eru lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og eigið mat á andlegri heilsu. Ef við höldum ekki áfram og aukum ekki við uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir eldra fólk sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu, þá mun án vafa afleiðingin verða sú að félagslegu mælikvarðarnir, lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og andleg heilsa Íslendinga versnar. Umönnun veikra foreldra mun leggjast í auknum mæli á uppkomin börn eða maka þar sem úrræðin verða ekki til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Kannski verður til fimmta vaktin, umönnun foreldra okkar? Þeir sem hafa sinnt því hlutverki þekkja álagið og áhyggjurnar sem því fylgir og margir upplifa sjálfir heilsubrest. Með vanfjármögnuðu kerfi munu fleiri þurfa að taka þessa nýju vakt. Á meðan sjúkrahúsin geta ekki útskrifað eldra fólk á hjúkrunarheimili verða gæði bráðrar þjónustu og valkvæðra aðgerða sífellt lakari og sú staða er í raun veruleikinn okkar í dag. Sýnum fyrirhyggju Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu. Höfundar hennar eru María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag horfir fram á mikla fjölgun eldra fólks á komandi árum. Einkum er fyrirsjáanleg gríðarleg fjölgun í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt, þar sem fjöldinn mun meira en tvöfaldast og fer úr um 14.000 manns í um 28.000 manns. Þetta eru þeir þegnar samfélagsins sem mest þurfa á umönnun og heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt að lýðheilsa fari almennt batnandi og fleiri upplifa betri lífslíkur við góða heilsu þegar aldurinn færist yfir, þá hefur þessi tvöföldun elstu aldurshópanna í för með sér miklar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið. Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin? Ekki gera ekki neitt Í árslok 2023 voru tæplega 3000 hjúkrunarrými á landinu og flest þau sem þangað flytja eru komin yfir áttrætt. Til að halda í við þá miklu fjölgun sem fyrirsjáanleg er í elstu aldurshópunum telur heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum þurfi að fjölga um nálægt 1600 fram til ársins 2040. Þetta þýðir eitt hjúkrunarheimili fyrir 94 íbúa á ári. Um 450 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir til viðbótar að uppsöfnuð þörf er mikil og ljóst að fjölga muni hratt í þeim hópi ef ekki verður hafist handa strax við að fjölga hjúkrunarrýmum. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem var gefin út í byrjun árs var lagður hornsteinn að stefnu sem stuðlar að hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila sem þarf að fylgja eftir til að heilbrigðiskerfið fari ekki úr böndunum fyrr en síðar. Velferð eldra fólks og velsældarhagkerfið Árið 2019 setti forsætisráðuneytið fram opinbera mælikvarða sem mæla hagsæld og lífsgæði þjóðarinnar og viðurkennt að ekki er nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu eða hagvaxtar. Metnir eru félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir sem teljast mikilvægir velsæld Íslendinga. Meðal félagslegra mælikvarða sem snúa að heilsu eru lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og eigið mat á andlegri heilsu. Ef við höldum ekki áfram og aukum ekki við uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir eldra fólk sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu, þá mun án vafa afleiðingin verða sú að félagslegu mælikvarðarnir, lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og andleg heilsa Íslendinga versnar. Umönnun veikra foreldra mun leggjast í auknum mæli á uppkomin börn eða maka þar sem úrræðin verða ekki til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Kannski verður til fimmta vaktin, umönnun foreldra okkar? Þeir sem hafa sinnt því hlutverki þekkja álagið og áhyggjurnar sem því fylgir og margir upplifa sjálfir heilsubrest. Með vanfjármögnuðu kerfi munu fleiri þurfa að taka þessa nýju vakt. Á meðan sjúkrahúsin geta ekki útskrifað eldra fólk á hjúkrunarheimili verða gæði bráðrar þjónustu og valkvæðra aðgerða sífellt lakari og sú staða er í raun veruleikinn okkar í dag. Sýnum fyrirhyggju Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu. Höfundar hennar eru María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun