„Áður fyrr var eitrað fyrir fólki“ 6. júní 2007 01:00 Anna segir að þótt margt hafi breyst frá dögum ítalska heimspekingsins og stjórnmálamannsins Niccolò Machiavelli (1469-1527) eigi margt í kenningum hans enn við. MYND/Vilhem „Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt. Anna er stödd hér á landi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og flytur fyrirlestur í Odda klukkan 16:15 í dag um mikilvægi trausts, áreiðanleika og machiavellíska eiginleika. Fyrirlesturinn er byggður á samstarfsverkefni hennar, Kevins McCabe og Vernons Smith, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræðið fyrir fimm árum. Í fyrirlestrinum tengir Anna saman samskipti manna og trúverðugleika við hagvöxt landa. „Þegar fólk treystir hvert öðru þarf ekki alltaf að tékka á fólki. Það er hægt að semja um hluti án þess að gera sérstaka samninga,“ segir hún og leggur áherslu á að með trausti aukist skilvirkni og hraði. Hún bætir við að Ísland sé dæmi um land þar sem traust manna á milli sé mjög mikið. Sömu sögu sé að segja af Norðurlöndunum, sem séu hæst á lista yfir traust og trúverðugleika. Skrifist það meðal annars á sameiginlegan bakgrunn íbúa landanna. Áður en Anna hefur mál sitt munu gestir þreyta sálfræðipróf þar sem machíavellískir eiginleikar eru mældir. Að því loknu geta þátttakendur tekið saman niðurstöður sínar og séð hvar þeir standa á machiavellíska skalanum. Anna mun sömuleiðis ræða um þýðingu prófsins og hvernig taka skuli á því starfsfólki fyrirtækja sem sýni mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Anna segir að þótt margt hafi breyst frá því Machiavelli var uppi, á 15. og 16. öld, hafi kenningar hans staðist tímans tönn. „Á dögum Machiavellis var eitrað fyrir fólki. Í dag er það bara rekið,“ segir hún og hlær. Nóbelsverðlaun Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt. Anna er stödd hér á landi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og flytur fyrirlestur í Odda klukkan 16:15 í dag um mikilvægi trausts, áreiðanleika og machiavellíska eiginleika. Fyrirlesturinn er byggður á samstarfsverkefni hennar, Kevins McCabe og Vernons Smith, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræðið fyrir fimm árum. Í fyrirlestrinum tengir Anna saman samskipti manna og trúverðugleika við hagvöxt landa. „Þegar fólk treystir hvert öðru þarf ekki alltaf að tékka á fólki. Það er hægt að semja um hluti án þess að gera sérstaka samninga,“ segir hún og leggur áherslu á að með trausti aukist skilvirkni og hraði. Hún bætir við að Ísland sé dæmi um land þar sem traust manna á milli sé mjög mikið. Sömu sögu sé að segja af Norðurlöndunum, sem séu hæst á lista yfir traust og trúverðugleika. Skrifist það meðal annars á sameiginlegan bakgrunn íbúa landanna. Áður en Anna hefur mál sitt munu gestir þreyta sálfræðipróf þar sem machíavellískir eiginleikar eru mældir. Að því loknu geta þátttakendur tekið saman niðurstöður sínar og séð hvar þeir standa á machiavellíska skalanum. Anna mun sömuleiðis ræða um þýðingu prófsins og hvernig taka skuli á því starfsfólki fyrirtækja sem sýni mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Anna segir að þótt margt hafi breyst frá því Machiavelli var uppi, á 15. og 16. öld, hafi kenningar hans staðist tímans tönn. „Á dögum Machiavellis var eitrað fyrir fólki. Í dag er það bara rekið,“ segir hún og hlær.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira