Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan tekur breytingum

Eftir lokun markaða í dag mun Kauphöll Íslands tilkynna hvaða félög verða hluti af nýrri úrvalsvísitölu sem tekur gildi hinn 2. júlí. Greiningardeild Landsbankans telur líklegast að Alfesca og Atlantic Petroleum þurfi að víkja fyrir Existu og Icelandair.

Valið í Úrvalsvísitöluna fer þannig fram að að á tólf mánaða viðmiðunartímabili eru fimmtán félögum sem mest viðskipti eru með gefin veltustig á hverjum degi. Þau fimmtán félög sem flest stig hafa, auk þess að vera á meðal átján stærstu félaganna í lok tímabilsins, veljast inn í vísitöluna að því gefnu að þau uppfylli viss skilyrði.

Allt önnur vísitala án Actavis

Mögulegt er að Actavis og Mosaic Fashions falli úr vísitölunni, ef svo fer að formleg yfirtökuskylda myndist áður en tilkynnt verður um valið. Þá verða þau ekki ekki gjaldgeng í úrvalsvísitöluna samkvæmt lögum sem um hana gilda.

Fari svo að Actavis verði skráð af markaði telur greiningardeild Landsbankans líklegast að Teymi taki sæti félagsins í úrvalsvísitölunni. Þá verða talsverðar breytingar á vægi einstakra félaga innan vísitölunnar. Vægi viðskiptabankanna þriggja auk Straums-Burðaráss og Exista yrði þá samtals rúmlega 82 prósent í stað rúmra 75 prósenta ef Actavis verður með í vísitölunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×