Frændgarður í Færeyjum 13. júní 2007 06:00 Ég hef setið sveittur við það þessa vikuna að skrá hvert einasta andskotans snitti í allri ættinni fyrir hlut í Færeyjabankanum. Meira segja þeir sem eru óstaðsettir í hús samkvæmt þjóðskrá ætla að kaupa. Þetta verður fínt, en þeir í Lansanum hafa ekki verið að auðvelda manni lífið við þetta. Krafan um að menn eigi vörslureikning hjá þeim fyrir rafrænu viðskiptin var algjörlega fáránleg og kostaði þvílíka aukavinnu fyrir greiðvikna menn eins og mig sem eru að kaupa fyrir heilu ættirnar. Jæja, allavega á maður von á því að gengið á þessu hækki og ekki ólíklegt að kjölfestan í bankanum myndist fljótt. Kæmi mér ekki á óvart að einhverjir mógúlar með vörslureikning í Landsbankanum yrðu fljótir að koma sér í lykilstöðu. Ég er ekki viss um að Færeyingar muni eiga bankann lengi í viðbót. Nema svona kallar eins og Jákúp í Rúmfatalagernum og einhverjir slíkir sem hafa grætt pening í útlöndum láti til sín taka. Jæja, þá græðir maður bara á því eins og því að hafa keypt áfram í Actavis. Það kemur pottþétt hærra tilboð frá Bjögga í bréfin. Ég held að þetta sé leikrit þar sem löngu er búið að skrifa handritið. Bjöggi mun svo sennilega skuldsetja félagið hraustlega og selja það síðan með góðum hagnaði. Hann er fjandi glúrinn strákurinn, en hlutverk manna eins og mín er að vera glúrnir líka og græða á því þegar þeir stóru leika leikina sína. Þannig virkar maður eins og verndarhjúpur fyrir litlu hluthafana, sem er hlutverk sem fellur vel að minni manngerð. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Ég hef setið sveittur við það þessa vikuna að skrá hvert einasta andskotans snitti í allri ættinni fyrir hlut í Færeyjabankanum. Meira segja þeir sem eru óstaðsettir í hús samkvæmt þjóðskrá ætla að kaupa. Þetta verður fínt, en þeir í Lansanum hafa ekki verið að auðvelda manni lífið við þetta. Krafan um að menn eigi vörslureikning hjá þeim fyrir rafrænu viðskiptin var algjörlega fáránleg og kostaði þvílíka aukavinnu fyrir greiðvikna menn eins og mig sem eru að kaupa fyrir heilu ættirnar. Jæja, allavega á maður von á því að gengið á þessu hækki og ekki ólíklegt að kjölfestan í bankanum myndist fljótt. Kæmi mér ekki á óvart að einhverjir mógúlar með vörslureikning í Landsbankanum yrðu fljótir að koma sér í lykilstöðu. Ég er ekki viss um að Færeyingar muni eiga bankann lengi í viðbót. Nema svona kallar eins og Jákúp í Rúmfatalagernum og einhverjir slíkir sem hafa grætt pening í útlöndum láti til sín taka. Jæja, þá græðir maður bara á því eins og því að hafa keypt áfram í Actavis. Það kemur pottþétt hærra tilboð frá Bjögga í bréfin. Ég held að þetta sé leikrit þar sem löngu er búið að skrifa handritið. Bjöggi mun svo sennilega skuldsetja félagið hraustlega og selja það síðan með góðum hagnaði. Hann er fjandi glúrinn strákurinn, en hlutverk manna eins og mín er að vera glúrnir líka og græða á því þegar þeir stóru leika leikina sína. Þannig virkar maður eins og verndarhjúpur fyrir litlu hluthafana, sem er hlutverk sem fellur vel að minni manngerð. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira