Viðskipti innlent

Ísland í Kínabönkum

Á næstu vikum og mánuðum munu munu viðskiptavinir kínverskra banka geta horft á íslenskt myndefni meðan þeir bíða eftir afgreiðslu í bankanum. Þetta felst í nýjum samningi sendiráðs Íslands í Kína við fyrirtækið Focus Media Development Co., sem sérhæfir sig í uppsetningu á sjónvarpsskjám og á sýningu myndefnis í opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Vonandi verður myndefnið skemmtilegt þar sem viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfa að meðaltali að bíða í um tuttugu mínútur eftir afgreiðslu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×