Hljóðlátt fimmtíu milljarða hlutabréfasafn 16. júní 2007 06:30 Axel Gíslason Framkvæmdastjóri Ehf. Samvinnutrygginga frá 1989-2006 Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa. Markaðir Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira