Töpuðum hraðaupphlaupunum 17. júní 2007 02:00 Fréttablaðið/Aleksandar Djorovic Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira