Viðskipti innlent

Rugga ekki bátnum

Mikið hefur verið rætt um hverjir hafi farið með völdin yfir digrum sjóðum Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Félaginu var stýrt af fimm manna stjórn sem sat í umboði 24 manna fulltrúaráðs sem virðist hafa skipað sig sjálft.

Í árslok 2006 lauk kjörtímabili fjórðungs aðalmanna í fulltrúaráði, en þeirra á meðal voru Drífa Hjartardóttir, Finnur Ingólfsson og Helgi S. Guðmundsson. Til að flækja ekki hlutina voru sömu sex einstaklingarnir svo kjörnir áfram til næstu fjögurra ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×