Viðskipti innlent

Samfélagsleg ábyrgð eða hvað?

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, gagnrýnir á heimasíðu sambandsins nýjan samning Landsbankans og Alþjóðahúss. Samningurinn hljóðar upp á tíu milljónir og er sá stærsti sem Alþjóðahúsið hefur gert við einkaaðila. Í greininni segir að í samningnum felist meðal annars að bankinn bjóði innflytjendum ókeypis íslenskukennslu - ef þeir eru viðskiptavinir bankans. Varpar Skúli fram þeim spurningum hvort það sé hlutverk Alþjóðahúss að aðlaga innflytjendur að Landsbanka Íslands og hvort Alþjóðahúsið ætti að vera handbendi fjármagnseigenda í íslenskukennslunni. Allt saman á misskilningi byggt
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins.
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir efasemdir framkvæmdastjórans á misskilningi byggðar. Námskeiðin sem Landsbankinn ætli að bjóða upp á verði öllum innflytjendum opin. Þeim verði þó, eins og gefi að skilja, sérstaklega beint að viðskiptavinum bankans. „Það er einmitt ekkert í þessum samningi sem skyldar okkur til að benda á Landsbankann eða mæla með honum," segir Einar. „Á morgun getum við líka farið í alveg eins samstarf við annan banka, ef þannig ber undir. Þess vegna hefur maður svo góða samvisku yfir þessum samningi. Hann bindur ekki hendur okkar á nokkurn hátt."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×