Viðskipti innlent

Litli hluthafinn

Einn fremur varfærinn vildarvinur Markaðarins bættist í hóp minnstu hluthafa í Føroya banka í almennu hlutafjárútboði á dögunum. Vinurinn, sem kom inn í hluthafahópinn á genginu 189 danskar krónur á hlut lagði út rúmar 10.000 krónur í útboðinu fyrir fimm hluti í þeim færeyska.

Þegar gengið rauk upp um 29 prósent á fyrsta viðskiptadegi stökk vinurinn hæð sína í loft upp enda sá hann fram á metávöxtun í framtíðinni með því að framreikna jafn mikla hækkun á hverjum degi - að helgum meðtöldum - í heilt ár. Það gerir litlar 4,9 milljónir króna. Gengi hækkanaferlið áfram með sama hætti sá hann fram á að setjast í helgan stein fyrr en seinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×