Viðskipti innlent

Ónýtt gróðatækifæri

Vikuritið Vísbending hefur venjulega að geyma ýmislegt forvitnilegt og ígrundað. Í nýjasta heftinu fjallar bróðir ritstjórans, hagfræðingurinn Sigurður Jóhannesson um skýrslu um launamun karla og kvenna.

Sigurður er eins og flestir kollegar hans trúaður á að markaður geti leyst úr ýmsu óréttlæti sem hrjáir samfélagið. Þannig eigi skilvirkur markaður að eyða ástæðulausum launamun karla og kvenna. Sigurður bendir þó á ekki megi gera lítið úr mætti vanþekkingarinnar. Þannig væri fróðlegt að kanna mun á því hvernig afkoma sambærilegra fyrirtækja reynist miðað við hlutfallsskiptingu kynja í starfsmannahópnum. Þá bendir Sigurður einnig á tækifæri sem felast í því að ráða konur til vinnu og hagnast þannig að jafngóðu vinnuafli fyrir minni pening.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×