Viðskipti innlent

Góðir viðskiptahættir Milestone

Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone.
Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone.

Nefnd á vegum Sænsku kauphallar­innar hefur úrskurðað að Racon Holdings, sænskt dótturfélag Mile­stone, hafi að öllu leyti fylgt yfirtökureglum og góðum viðskiptaháttum við yfirtöku á sænska tryggingarfélaginu Invik.

Nokkrir stórir fjárfestingar- og lífeyris­sjóðir í Svíþjóð voru ekki á eitt sáttir við það verð sem Mile­stone bauð og sendu því erindi til nefndarinnar. Sjóðirnir mótmæltu því að tíu prósentum hærra verð væri greitt fyrir A-hlutabréf Inviks sem bera meiri atkvæðisrétt en B-bréf og töldu fyrirkomulagið brjóta gegn góðum viðskiptaháttum.

Milestone lagði í vor fram ríflega sjötíu milljarða tilboð í Invik. Ekkert er því lengur til fyrirstöðu að Milestone afskrái félagið úr Kauphöllinni í Stokkhólmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×