Viðskipti innlent

Þolinmóðir peningar

Blaðið greindi frá framsýnum frumkvöðli á dögunum sem hyggst hefja framleiðslu á viskíi hér á landi. Hann sagðist leita að fjármagni fyrir framleiðsluna. Þolinmóðu fjármagni, líkt og hann orðaði það. Alla jafna setja fjárfestar peninga í verkefni til þriggja til fimm ára áður en þeir vilja sjá arð af fjárfestingum. Hvað viskíframleiðslu varðar þarf hins vegar talsverða þolinmæði því ekki er hægt að tappa á fyrstu flöskur fyrr en í allra fyrsta lagi eftir 10 ár eigi að fá sæmilegan drykk. Mun vandaðri og talsvert dýrari vín liggja svo í eikartunnum allt upp undir 21 ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×