Viðskipti innlent

Mogginn og Nyhedsavisen

Vefútgáfa Morgunblaðsins segir frá því í frétt, sem ber yfirskriftina „Fjöldi lesenda skiptir ekki máli heldur hverjir lesa", að lesendur fríblaðsins Nyhedsavisen, sem einhverra hluta vegna er sagt vera gefið út af dótturfélagi 365 hf., séu orðnir fleiri en lesendur Politiken og Berlingske Tidende.



Í fréttinni kemur fram að Journalisten, fagtímarit danskra blaðamanna, áætli að tap Nyhedsavisen nemi um 1,5 milljón danskra króna á hverjum útgáfudegi. Uppsafnað tap er því orðið um 3,5 milljarðar íslenskra króna frá upphafi.



Fyrirsögnin, sem mbl.is velur, kemur kannski ekki á óvart, enda er Mogginn nánast farinn að setja fréttir af fjölmiðlakönnunum Capacent fyrir aftan fréttir af hlutaveltum ungmenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×