Viðskipti innlent

Fátt er svo með öllu illt

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu, www.fme.is, þar sem fjallað er um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun sem innleidd verður 1.

nóvember næstkomandi. Tilskipunin hefur nokkrar breytingar í för með sér þar sem leyfisskyld starfsemi fjármálafyrirtækja er útvíkkuð miðað við það sem nú er og þeim fyrirtækjum sem sækja þurfa um starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins fjölgar. Mætti því segja að flækjustigið aukist sem því nemur, en á móti kemur að í víkkun á gildissviði tilskipunarinnar kemur svo­kallaður „Evrópupassi" fjármála­­fyrirtækja til með að gilda víðar.

Ef til vill felast þá í því sóknarfæri fyrir fjármálafyrirtæki að þeim verður samkvæmt tilskipuninni í auknum mæli heimilt að veita þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu, utan heimalandsins, á grundvelli starfsleyfis að heiman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×