Viðskipti innlent

Sameining í Færeyjum

Vinnuvitan hefur keypt Vikublaðið í Færeyjum að því er Útvarpið í Færeyjum, Kringvarp Føroya, greindi frá í gær. Við þetta munu þrír risar vera um slaginn á færeyskum blaðamarkaði. Ástæða þess að Vikublaðið var selt er sögð að gott verð hafi fengist fyrir blaðið.



Kringvarpið segir niðurstöðuna hins vegar þá að sameinað útgáfufélag sé á stærð við stóru dagblöðin tvö, Dimmalætting og Sosialinn. Vinnuvitan og Vikublaðið eiga þó eftir sem áður að halda áfram göngu sinni, hvort með sína ritstjórn, og koma út einu sinni í viku. Styrkja á netútgáfu beggja blaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×