Viðskipti innlent

Beckham borgar sig

Öldungadeild bandaríska þingsins setti á dögunum fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, um þrjá milljarða íslenskra króna, til höfuðs hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden. Sjónvarpsstjarnan Jay Leno sagði af þessu tilefni „Mér brá í brún þegar ég heyrði af verðlaunafénu, síðan hugsaði ég mig betur um.

Osama bin Laden er virði eins og fimmta hluta af David Beckham." Forráðamenn LA Galaxy, hins nýja bandaríska liðs Beckham, gráta þó ekki. Félagið seldi 250 þúsund Beckham-treyjur á tveimur fyrstu dögum leikmannsins hjá félaginu og áætlar að þegar allt verður talið muni koma Beckhams skila því um sextíu milljörðum íslenskra króna í kassann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×