Sumarleyfið borgaði sig 25. júlí 2007 00:01 Hún var skrýtin þessi utanlandsferð til Spánar. Í stað þess að liggja marineraður með tærnar upp í loft í steikjandi stiga hita þá lá ég í símanum. Bölvaður tölvumaðurinn kom aldrei með mótaldið þannig að síminn var eina vopnið sem ég hafði til þess að fylgjast með ævintýralegum hækkunum á markaðnum í síðustu viku. Þótt mér hafi mistekist að vinna í tanninu þá borgaði ferðin sig margfalt upp. Ekki nóg með það að hlutabréfin hækki óðfluga heldur er fasteignamarkaðurinn í miklu stuði. Hver hefði búist við því að hann ætti eftir að koma svo sterkur sem raun ber vitni? En auðvitað er margt sem hjálpar þar til: Fólksfjölgun, ekkert atvinnuleysi, sterk króna og fremur lágir vextir á húsnæðislánum í sögulegu ljósi. Actavis-peningarnir koma inn á bankabækurnar í dag en ég held að þeir séu að stórum hluta komnir í vinnu. Þeir ættu þó að halda veislunni gangandi og spurning hvort fasteignamarkaðurinn njóti ekki góðs af þeim. Ég tel að hlutabréfamarkaðurinn hafi tekið út sína mestu hækkun í bili og þarf helvíti góð uppgjör til að halda bönkunum í hæstu hæðum. En þar eru alltaf kauptækifæri. Ég tók stærri hlut í Atorku, enda fór orðrómur um að FL Group yfirtaki félagið á flug á ný. Mér finnst þó ólíklegt að Hannes kaupi Atorku. Sé frekar fyrir mér að Jarðboranir verði seldar til Geysis Green Energy eða jafnvel Hitaveitu Suðurnesja. Magnús Jónsson og félagar veðjuðu svo sannarlega á réttan hest þegar þeir tóku Jarðboranir yfir fyrir einu og hálfu ári síðan. Þeir fjárfestu í framtíðinni en ég læt mér nægja sögusagnir. Og mér finnst ekki leiðinlegt að taka inn fjórðungshækkun á einum mánuði. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Hún var skrýtin þessi utanlandsferð til Spánar. Í stað þess að liggja marineraður með tærnar upp í loft í steikjandi stiga hita þá lá ég í símanum. Bölvaður tölvumaðurinn kom aldrei með mótaldið þannig að síminn var eina vopnið sem ég hafði til þess að fylgjast með ævintýralegum hækkunum á markaðnum í síðustu viku. Þótt mér hafi mistekist að vinna í tanninu þá borgaði ferðin sig margfalt upp. Ekki nóg með það að hlutabréfin hækki óðfluga heldur er fasteignamarkaðurinn í miklu stuði. Hver hefði búist við því að hann ætti eftir að koma svo sterkur sem raun ber vitni? En auðvitað er margt sem hjálpar þar til: Fólksfjölgun, ekkert atvinnuleysi, sterk króna og fremur lágir vextir á húsnæðislánum í sögulegu ljósi. Actavis-peningarnir koma inn á bankabækurnar í dag en ég held að þeir séu að stórum hluta komnir í vinnu. Þeir ættu þó að halda veislunni gangandi og spurning hvort fasteignamarkaðurinn njóti ekki góðs af þeim. Ég tel að hlutabréfamarkaðurinn hafi tekið út sína mestu hækkun í bili og þarf helvíti góð uppgjör til að halda bönkunum í hæstu hæðum. En þar eru alltaf kauptækifæri. Ég tók stærri hlut í Atorku, enda fór orðrómur um að FL Group yfirtaki félagið á flug á ný. Mér finnst þó ólíklegt að Hannes kaupi Atorku. Sé frekar fyrir mér að Jarðboranir verði seldar til Geysis Green Energy eða jafnvel Hitaveitu Suðurnesja. Magnús Jónsson og félagar veðjuðu svo sannarlega á réttan hest þegar þeir tóku Jarðboranir yfir fyrir einu og hálfu ári síðan. Þeir fjárfestu í framtíðinni en ég læt mér nægja sögusagnir. Og mér finnst ekki leiðinlegt að taka inn fjórðungshækkun á einum mánuði. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira