Pólitísk rekstrarstjórn yfir Leifsstöð? Ögmundur Jónasson skrifar 26. júlí 2007 06:00 Þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð að hlutafélagi var ég í hópi þeirra sem andæfði því; taldi að helsta flugstöð Íslendinga ætti að vera í eigu þjóðarinnar og á forræði hennar. Hún ætti að lúta eftirliti og aðhaldi frá Alþingi og heyra undir þau lög sem um opinberan rekstur gilda. Vildu menn aðkomu einkaaðila að rekstrinum væri nóg svigrúm til slíks innan þeirrar umgjarðar sem flughöfnin er. Mitt sjónarmið varð undir. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð að hlutafélagi og var ein röksemdin sú að eðlilegt væri að losa hana úr tengslum við pólitíkina. Upp væri runnin stund hinna faglegu sjónarmiða, eins og það var kallað, enda ætti rekstrarstjórn flugstöðvarinnar einvörðungu að huga að rekstrarlegum þáttum. Það væri hins vegar löggjafans að setja henni almennar reglur og ramma. Nú gerist það fyrir nokkrum dögum að boðað er til fundar í stjórn hlutafélagsins að undirlagi nýs utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Var þá skipt út í stjórninni og skipaðir tveir fyrrum þingmenn Samfylkingarinnar. Um þetta var utanríkisráðherrann spurður í Kastljósi Sjónvarpsins. Þetta er fullkomlega „eðlileg“ ráðstöfun svaraði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra: „Þetta er pólitísk stjórn. Þetta er fyrirtæki, það er skipað pólitískt í stjórnina. Þar voru inni í stjórninni, vegna þess að það heyrði undir utanríkisráðuneytið, þrír Framsóknarmenn og tveir Sjálfstæðismenn. Ég hafði enga aðkomu að stjórn Flugstöðvarinnar og vissi ekki um það sem þar væri verið að véla um og taldi ég fullkomlega eðlilegt að þar sætu einstaklingar sem ég væri í beinu sambandi við og ég treysti.“ Treysti til hvers? Að segja satt og rétt frá? Að færa ráðherranum völd og áhrif í rekstrarstjórninni? Þurfa menn að hafa flokksskírteini Samfylkingarinnar til að vera traustsins verðir? Ef Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er alvara að þarna eigi að sitja pólitísk stjórn, er þá ekki rétt að sú stjórn endurspegli pólitísk hlutföll á þingi? Og ef þetta er meiningin, hvers vegna þá ekki færa starfsemina undir beinan ríkisrekstur að nýju? Væri það ekki betra en að búa við valdstjórnar- og bitlingapólitík Samfylkingarinnar sem hér er greinilega í uppsiglingu?Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð að hlutafélagi var ég í hópi þeirra sem andæfði því; taldi að helsta flugstöð Íslendinga ætti að vera í eigu þjóðarinnar og á forræði hennar. Hún ætti að lúta eftirliti og aðhaldi frá Alþingi og heyra undir þau lög sem um opinberan rekstur gilda. Vildu menn aðkomu einkaaðila að rekstrinum væri nóg svigrúm til slíks innan þeirrar umgjarðar sem flughöfnin er. Mitt sjónarmið varð undir. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð að hlutafélagi og var ein röksemdin sú að eðlilegt væri að losa hana úr tengslum við pólitíkina. Upp væri runnin stund hinna faglegu sjónarmiða, eins og það var kallað, enda ætti rekstrarstjórn flugstöðvarinnar einvörðungu að huga að rekstrarlegum þáttum. Það væri hins vegar löggjafans að setja henni almennar reglur og ramma. Nú gerist það fyrir nokkrum dögum að boðað er til fundar í stjórn hlutafélagsins að undirlagi nýs utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Var þá skipt út í stjórninni og skipaðir tveir fyrrum þingmenn Samfylkingarinnar. Um þetta var utanríkisráðherrann spurður í Kastljósi Sjónvarpsins. Þetta er fullkomlega „eðlileg“ ráðstöfun svaraði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra: „Þetta er pólitísk stjórn. Þetta er fyrirtæki, það er skipað pólitískt í stjórnina. Þar voru inni í stjórninni, vegna þess að það heyrði undir utanríkisráðuneytið, þrír Framsóknarmenn og tveir Sjálfstæðismenn. Ég hafði enga aðkomu að stjórn Flugstöðvarinnar og vissi ekki um það sem þar væri verið að véla um og taldi ég fullkomlega eðlilegt að þar sætu einstaklingar sem ég væri í beinu sambandi við og ég treysti.“ Treysti til hvers? Að segja satt og rétt frá? Að færa ráðherranum völd og áhrif í rekstrarstjórninni? Þurfa menn að hafa flokksskírteini Samfylkingarinnar til að vera traustsins verðir? Ef Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er alvara að þarna eigi að sitja pólitísk stjórn, er þá ekki rétt að sú stjórn endurspegli pólitísk hlutföll á þingi? Og ef þetta er meiningin, hvers vegna þá ekki færa starfsemina undir beinan ríkisrekstur að nýju? Væri það ekki betra en að búa við valdstjórnar- og bitlingapólitík Samfylkingarinnar sem hér er greinilega í uppsiglingu?Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar