Viðskipti innlent

Miklar væntingar

Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem var fjórfalt betri afkoma en í fyrra. Hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista og góð afkoma hlutdeildarfélaga skýra þessa fínu afkomu öðru fremur. Sérstaka athygli vekur að hlutfall kostnaðar af rekstrartekjum nam aðeins rúmum tíu prósentum. Einnig er athyglisvert að núverandi markaðsvirði sparisjóðsins, um 47,7 milljarðar króna, er hvorki meira né minna en 85 prósent af heildareignum sparisjóðsins, sem voru 55,9 milljarðar um mitt þetta ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×