Viðskipti innlent

Hjálpa til með guðsgjöfina

„Falleg húð er guðsgjöf, en því miður er þurr húð það líka,“ segir í tilkynningu fréttaveitunnar FOCUS Information Agency í Sofíu í Búlgaríu. Þetta er inngangur að umfjöllun um húðþurrk sem plagar víst fallega fólkið líka eftir göngutúra, sundferðir og almennan barning sumarsins.

Lausnin segir fréttastofan svo að sé fólgin í kremum sem Actavis framleiðir og kallast DECUBAL og hefur væntanlega eftir fyrirtækinu að þau innihaldi vítamín og önnur efni sem til þurfi til að endurnýja og laga það sem aflaga hefur farið.

Hvort DECUBAL-kremin gera meira gagn en annar ámóta smurningur skal hér ósagt látið. En eftir tíðarfarið sem hér hefur verið ríkjandi í sumar er spurning hvort ekki er vaxandi markaður fyrir varning sem vætir upp í sólþurrkaðri húð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×