Viðskipti innlent

Haglari, gull og dósamatur

Alþjóðamarkaðir nötra þessa dagana, og engin virðist treysta sér til að spá hvenær ósköpunum lýkur. Krónan veiktist skyndilega í gær og hlutabréf í Kauphöll Íslands fylgdu í kjölfarið. Sérfræðingar endurtaka í sífellu að áhættufælni fjárfesta hafi aukist; sem leiði til þess að fjárfestar dragi sig út af hlutabréfamarkaði og ávaxti fé sitt á öruggari máta.

Sem endranær eru þó skiptar skoðanir um hvað teljist öruggar fjárfestingar; sumir færa fé sitt úr hávaxtamyntum yfir í lágvaxtamyntir, aðrir geyma peningana undir koddanum. Þórður Gunnarsson, ofurbloggari og viðskiptablaðamaður, er þó handviss um hvað beri að gera. „Haglabyssa, gull og dósamatur. Taka þetta öruggt," segir Þórður á bloggsíðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×