Enn eru til hugsjónarmenn Ögmundur Jónasson skrifar 19. ágúst 2007 08:00 Mikil gerjun er nú í sparisjóðum landsins. Til þeirra var stofnað til að efla samfélagið í héraði, þjóna fólki og fyrirtækjum. Þeir sem lögðu fram stofnfé gerðu það iðulega af hugsjón enda kveðið á um það í lögum að stofnféð mætti aðeins greiða þeim til baka með eðlilegum vöxtum og verðbótum. Gerjunin nú er af tvennum toga. Annars vegar er framhald á tilraunum ýmissa stofnfjáreigenda að gera sér mat úr stofnfjárframlagi sínu langt umfram það sem lög og reglur gera ráð fyrir. Stofnfjárhlut sinn vilja þeir geta selt á markaðsprís. Í ljós hefur komið að stofnfjárhlutum hefur að undanförnu verið ráðstafað með það í huga að framundan sé mikil uppskeruhátíð stofnfjáreigenda. Sparisjóðunum megi nú breyta í hlutafélög og þá verði græðginni allar götur greiðar. Hinn þátturinn í þessu ferli snýr að meintri „hagkvæmni" með samjöppun. Nú á að sameina og stækka. Hvar skyldi slík þróun enda? Bankarnir hafa þannig smám saman verið að hagræða sér út úr íslensku hagkerfi - eigendurnir komnir úr landi. En þrátt fyrir milljarðagróða bankanna sem nú starfa á heimsvísu er landsmönnum boðið upp á okurkjör sem aldrei fyrr. Í lesendabréfi sem heimasíðu minni barst fyrir nokkru sagði: „Sparisjóður Svarfdæla vakti athygli á sér um daginn fyrir hvort tveggja, vinstri græna hugsun, þ.e.a.s. samfélagslega hugsun og ekki síður hitt, ótrúlegan gróða. Níu starfsmenn og níuhundruð milljónir í gróða. Ef Kaupþing er með tíuþúsund starfsmenn ættu þeir að vera með níuhundruð milljarða gróða. Hvað varð um hagkvæmni stærðarinnar? Fór hún í laun og bónusa til eigenda. Má ég biðja um marga litla sparisjóði, dreifða áhættu, fjölbreytt atvinnulíf, félagslegt réttlæti: Blandað hagkerfi Vegna Gæðanna." Þetta eru umhugsunarverð orð. Sem betur fer eru enn til hugsjónamenn sem starfa í góðum félagslegum anda. Dæmi þar um er framganga almennra stofnfjárhafa í Sparisjóði Skagafjarðar undanfarna daga. Þeirri spurningu beini ég svo til lesenda Fréttablaðsins, hvort við þurfum á meiri samþjöppun að halda í íslensku hagkerfi. Er kannski kominn tími til að afþjappa?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mikil gerjun er nú í sparisjóðum landsins. Til þeirra var stofnað til að efla samfélagið í héraði, þjóna fólki og fyrirtækjum. Þeir sem lögðu fram stofnfé gerðu það iðulega af hugsjón enda kveðið á um það í lögum að stofnféð mætti aðeins greiða þeim til baka með eðlilegum vöxtum og verðbótum. Gerjunin nú er af tvennum toga. Annars vegar er framhald á tilraunum ýmissa stofnfjáreigenda að gera sér mat úr stofnfjárframlagi sínu langt umfram það sem lög og reglur gera ráð fyrir. Stofnfjárhlut sinn vilja þeir geta selt á markaðsprís. Í ljós hefur komið að stofnfjárhlutum hefur að undanförnu verið ráðstafað með það í huga að framundan sé mikil uppskeruhátíð stofnfjáreigenda. Sparisjóðunum megi nú breyta í hlutafélög og þá verði græðginni allar götur greiðar. Hinn þátturinn í þessu ferli snýr að meintri „hagkvæmni" með samjöppun. Nú á að sameina og stækka. Hvar skyldi slík þróun enda? Bankarnir hafa þannig smám saman verið að hagræða sér út úr íslensku hagkerfi - eigendurnir komnir úr landi. En þrátt fyrir milljarðagróða bankanna sem nú starfa á heimsvísu er landsmönnum boðið upp á okurkjör sem aldrei fyrr. Í lesendabréfi sem heimasíðu minni barst fyrir nokkru sagði: „Sparisjóður Svarfdæla vakti athygli á sér um daginn fyrir hvort tveggja, vinstri græna hugsun, þ.e.a.s. samfélagslega hugsun og ekki síður hitt, ótrúlegan gróða. Níu starfsmenn og níuhundruð milljónir í gróða. Ef Kaupþing er með tíuþúsund starfsmenn ættu þeir að vera með níuhundruð milljarða gróða. Hvað varð um hagkvæmni stærðarinnar? Fór hún í laun og bónusa til eigenda. Má ég biðja um marga litla sparisjóði, dreifða áhættu, fjölbreytt atvinnulíf, félagslegt réttlæti: Blandað hagkerfi Vegna Gæðanna." Þetta eru umhugsunarverð orð. Sem betur fer eru enn til hugsjónamenn sem starfa í góðum félagslegum anda. Dæmi þar um er framganga almennra stofnfjárhafa í Sparisjóði Skagafjarðar undanfarna daga. Þeirri spurningu beini ég svo til lesenda Fréttablaðsins, hvort við þurfum á meiri samþjöppun að halda í íslensku hagkerfi. Er kannski kominn tími til að afþjappa?Höfundur er alþingismaður.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun