Gott hjá Össuri Ögmundur Jónasson skrifar 3. september 2007 00:01 Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar, til dæmis kvótalögin sem allir þekkja og ýmis önnur lög af sama meiði, sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin. Lögin um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 eru þannig einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um þetta: Eiga einkaaðilar að öðlast eignarhald á auðlindunum eða fá afnotarétt af þeim? Þegar stjórnarmeirihlutinn á síðasta kjörtímabili talaði fyrir breytingum á vatnalögum, sem gengu út á að styrkja einkaeignarrétt á vatni, var viðkvæðið þetta: „Við erum í reynd ekki að breyta neinu, við erum að endurskoða vatnalagabálkinn, sem er að verða aldargamall, í ljósi nýrra tíma. Dómapraxís tuttugustu aldarinnar gengur út á að efla einkaeignarréttinn og við erum í reynd ekki að gera annað en breyta orðalagi laganna í samræmi við það.“ Stjórnarandstaðan sameinuð sagði á hinn bóginn: „Endurskoðum lagabálkinn frá 1923 fyrir alla muni. En gerum það í anda kröfu samtímans um að treysta og efla almannarétt ekki einkaeignarrétt. Vatnið er dýrmætasta auðlind 21. aldarinnar. Eignarhaldið á því á að vera um alla framtíð hjá þjóðinni, þótt hún kunni að framselja afnotaréttinn, tímabundið.“ Gegn vatnalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stóð stjórnarandstaðan sem órofa heild og ég hef grun um að í stjórnarmeirihlutanum hafi þeir verið til sem ekki grétu þegar okkur tókst að fresta gildistöku laganna. Það gladdi mig þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hygðist láta endurskoða hina umdeildu lagasmíð. Ef niðurstaðan verður sú að hið umdeilda vatnalagafrumvarp komi ekki til framkvæmda og efnt verður til þverpólitísks samstarfs um endurskoðun laganna má ganga að stuðningi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vísum enda fluttum við þingmál þessa efnis strax að afloknum kosningum sl. vor.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar, til dæmis kvótalögin sem allir þekkja og ýmis önnur lög af sama meiði, sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin. Lögin um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 eru þannig einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um þetta: Eiga einkaaðilar að öðlast eignarhald á auðlindunum eða fá afnotarétt af þeim? Þegar stjórnarmeirihlutinn á síðasta kjörtímabili talaði fyrir breytingum á vatnalögum, sem gengu út á að styrkja einkaeignarrétt á vatni, var viðkvæðið þetta: „Við erum í reynd ekki að breyta neinu, við erum að endurskoða vatnalagabálkinn, sem er að verða aldargamall, í ljósi nýrra tíma. Dómapraxís tuttugustu aldarinnar gengur út á að efla einkaeignarréttinn og við erum í reynd ekki að gera annað en breyta orðalagi laganna í samræmi við það.“ Stjórnarandstaðan sameinuð sagði á hinn bóginn: „Endurskoðum lagabálkinn frá 1923 fyrir alla muni. En gerum það í anda kröfu samtímans um að treysta og efla almannarétt ekki einkaeignarrétt. Vatnið er dýrmætasta auðlind 21. aldarinnar. Eignarhaldið á því á að vera um alla framtíð hjá þjóðinni, þótt hún kunni að framselja afnotaréttinn, tímabundið.“ Gegn vatnalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stóð stjórnarandstaðan sem órofa heild og ég hef grun um að í stjórnarmeirihlutanum hafi þeir verið til sem ekki grétu þegar okkur tókst að fresta gildistöku laganna. Það gladdi mig þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hygðist láta endurskoða hina umdeildu lagasmíð. Ef niðurstaðan verður sú að hið umdeilda vatnalagafrumvarp komi ekki til framkvæmda og efnt verður til þverpólitísks samstarfs um endurskoðun laganna má ganga að stuðningi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vísum enda fluttum við þingmál þessa efnis strax að afloknum kosningum sl. vor.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar