Viðskipti innlent

Guðlast í Símanum?

Í gær birti fréttavefurinn mbl.is frétt þess efnis að biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, þætti nýjar auglýsingar fyrirtækisins ósmekklegar. Auglýsingarnar sýna Jesú og lærisveina hans við síðustu kvöldmáltíðina. Hann uppgötvar að Júdas er ekki við matarborðið en er ekki lengi að hafa uppi á honum með splunkunýjum 3G-símanum sínum. Nú heyrist hvíslað að starfsfólk Símans hafi í reynd talið auglýsingaherferðina hafa fengið blessun þjóðkirkjunnar áður en hún var sett í loftið. Spurning hvort sá í neðra hafi brugðið sér í líki embættismanns kirkjunnar til að hrekkja eilítið viðkvæmar sálir uppi á Íslandi?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×