Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Ávöxtun í skosku viskíi

Indverska samstæðan United Breweries, sem meðal annars á eitt af stærstu brugghúsum heims og er þekktast fyrir Kingfisher-bjórinn, hefur keypt skoska vískíframleiðandann Whyte & Mackay. Kaupverð nemur 595 milljónum punda, jafnvirði 77 milljarða íslenskra króna.

Eigendur Whyte & MacKay, Íslandsvinurinn og fasteigna-mógúllinn Robert Tchenguiz, sem jafnframt er stjórnarmaður í Existu, og mágur hans, Vivian Imerman, ættu að ganga sáttir frá samningaborðinu. Þeir komu inn í hluthafahópinn árið 2001 og hafa fjárfest í félaginu fyrir 200 milljónir punda. Miðað við kaupverð United Breweries hafa þeir ávaxtað pundið vel á þessum sex árum, eða um 198 prósent.

Viskí er víða að finnaVíða um heim er framleitt viskí þótt hæst beri þar náttúrlega framleiðsla frænda okkar í Skotlandi og á Írlandi. Sannir áhugamenn vilja hins vegar ógjarnan kalla bourbon-framleiðslu Bandaríkjamanna viskí. Japanir framleiða hins vegar príðisgóð maltviskí og sömuleiðis Indverjar, en það er einmitt milljarðamæringurinn Vijay Mallya, sem stýrir United Breweries. Sá mun lengi hafa haft augastað á skoska viskíframleiðandanum og gerði óformlegt yfirtökutilboð í fyrirtækið fyrir tæpu ári. Whyte & MacKay verður áfram í Skotlandi samkvæmt þarlendum lögum um framleiðslu á skosku viskíi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×