Í svigi 12. september 2007 00:01 Ég er svo kátur þessa dagana að ég næ mér varla niður á jörðina. Fyrir menn eins og mig eru svona sveiflutímabil eins og svigbrekka fyrir góðan skíðamann. Því erfiðari, því meiri ögrun, og auðvitað veit maður að það komast ekki allir á leiðarenda án þess að fella hlið eða detta ef því er að skipta. Í gegnum tíðina hefur maður séð marga detta og suma illa. Sjálfur stóð ég helvíti tæpt 2002, en snarræði reddaði mér frá stóru tjóni. Síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við. Þessar vikurnar hefur maður stokkið inn og út hratt og örugglega. Sett sér skýr markmið og ekki látið berast með straumnum. Á svona tímabilum verður maður að hafa skýr tapsölumörk, annars getur maður farið illa. Þetta er hins vegar svakalegt stuð ef maður hefur maga í þetta. Um allan heim eru líka flottar hengjur þessa dagana og frábært að vera með cash þegar toppfyrirtæki dúndrast niður. Heimurinn er auðvitað alltaf fullur af tækifærum og jójómarkaður eins og nú er og reyndar dálítið með krónuna yfirleitt er fín uppspretta gróða fyrir menn eins og mig. Hér heima er náttúrlega helst að menn horfi í átt að TM. Ég spái að vinir og vandamenn FL verði í hópnum sem kaupir af Glitni. Svo spái ég yfirtöku innan árs. Hef grun um að það þurfi aðeins að vinna í reiting-málum áður en félagið er tekið af markaði. Forstjórinn er sennilega búinn að finna skjalið með síðasta starfslokasamningi til að kópera. Ég hugsa að það sé fínt fyrir FL að eiga óskráð tryggingafélag í miðju starfseminnar. Sama módel og Exista og Milestone. Annars ætti maður kannski að fara að fá sér banka og tryggingafélag sjálfur. Það er nefnilega eins og að eiga hótel í Austurstræti og Bankastræti í Matador. Þá er engin hætta á að maður fari beina leið í steininn og fái engar 2.000 krónur þótt maður fari yfir byrjunarreitinn. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Ég er svo kátur þessa dagana að ég næ mér varla niður á jörðina. Fyrir menn eins og mig eru svona sveiflutímabil eins og svigbrekka fyrir góðan skíðamann. Því erfiðari, því meiri ögrun, og auðvitað veit maður að það komast ekki allir á leiðarenda án þess að fella hlið eða detta ef því er að skipta. Í gegnum tíðina hefur maður séð marga detta og suma illa. Sjálfur stóð ég helvíti tæpt 2002, en snarræði reddaði mér frá stóru tjóni. Síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við. Þessar vikurnar hefur maður stokkið inn og út hratt og örugglega. Sett sér skýr markmið og ekki látið berast með straumnum. Á svona tímabilum verður maður að hafa skýr tapsölumörk, annars getur maður farið illa. Þetta er hins vegar svakalegt stuð ef maður hefur maga í þetta. Um allan heim eru líka flottar hengjur þessa dagana og frábært að vera með cash þegar toppfyrirtæki dúndrast niður. Heimurinn er auðvitað alltaf fullur af tækifærum og jójómarkaður eins og nú er og reyndar dálítið með krónuna yfirleitt er fín uppspretta gróða fyrir menn eins og mig. Hér heima er náttúrlega helst að menn horfi í átt að TM. Ég spái að vinir og vandamenn FL verði í hópnum sem kaupir af Glitni. Svo spái ég yfirtöku innan árs. Hef grun um að það þurfi aðeins að vinna í reiting-málum áður en félagið er tekið af markaði. Forstjórinn er sennilega búinn að finna skjalið með síðasta starfslokasamningi til að kópera. Ég hugsa að það sé fínt fyrir FL að eiga óskráð tryggingafélag í miðju starfseminnar. Sama módel og Exista og Milestone. Annars ætti maður kannski að fara að fá sér banka og tryggingafélag sjálfur. Það er nefnilega eins og að eiga hótel í Austurstræti og Bankastræti í Matador. Þá er engin hætta á að maður fari beina leið í steininn og fái engar 2.000 krónur þótt maður fari yfir byrjunarreitinn. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira