Viðskipti innlent

Spá aukinni verðbólgu

Greiningardeildir bankanna segja áhrif útsöluloka einn liðanna sem hífa verðbólguna upp í þessum mánuði.
Greiningardeildir bankanna segja áhrif útsöluloka einn liðanna sem hífa verðbólguna upp í þessum mánuði.

Greiningardeildir bankanna spá því að vísitala neysluverð hækki á bilinu 0,5 til 0,8 prósentustig á milli mánaða í október.

Gangi það eftir mun verðbólga í mánuðinum fara úr 4,2 prósentum í síðasta mánuði í 4,5 til 4,8 prósent. Hagstofan birtir verðbólgutölurnar fyrir október í dag.

Í verðbólguspám bankanna eru útsölulok, veiking krónunnar og hækkandi húsnæðisverð helstu liðirnir sem auka munu verðbólguna allt fram til áramóta. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×