Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum 10. október 2007 00:01 Í Bafta Auditorium í miðborg Lundúna Við háborðið má sjá Hannes Smárason forstjóra, Jón Sigurðsson, Örvar Kærnested og Benedikt Gíslason. Mynd/FL Group 160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group. Markaðir Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group.
Markaðir Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira