Viðskipti innlent

Útrás í anda stjórnarsáttmála

Við stofnun HydroKraft Invest Forstjóri Landsvirkjunar segir áhættuna við verkefnið hafa verið takmarkaða.
Við stofnun HydroKraft Invest Forstjóri Landsvirkjunar segir áhættuna við verkefnið hafa verið takmarkaða.

Útrás Landsvirkjunar og Landsbankans í gegnum HydroKraft Invest er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí, að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er talað um að tímabært sé „að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja“.

Aukinheldur telur Friðrik umræðu sem í gangi er um útrás Orkuveitunnar með REI ekki eiga við um HydroKraft, sem sé að helmingi í eigu dótturfélags Landsvirkjunar og hafi fyrst og fremst leitað vatnsaflsverkefna í suðausturhluta Evrópu. Hann bendir á að Landsvirkjun sé eingöngu í samkeppnis- en ekki einkaleyfisbundinni starfsemi.

Þá hafi ekki enn verið ráðnir starfsmenn til HydroKraft, heldur vinni starfsfólk Landsbankans og Landsvirkjunar með stjórnarmönnum. „Og því ekki um kauprétt eða valréttar­samninga að ræða.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×