Viðskipti erlent

Olíuverð á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 79 dali á tunnu í gær eftir að olíufélagið Shell greindi frá því að það ætlaði að auka olíuframleiðslu í Nígeríu. Verðið hefur verið rúmlega áttatíu dalir á tunnu upp á síðkastið.

Skærur og árásir á olíuvinnslustöðvar við ósa Níger í Nígeríu hafa valdið því að dregið hefur stórlega úr olíuframleiðslu þar í landi og sumum olíuvinnslustöðvum verið lokað.

Aukning hjá Shell varð er félagið hóf á ný vinnslu í einni vinnslustöðvanna við ósa Níger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×