Dansar hipphopp í Belfast 16. október 2007 16:25 Margar frístundir Höllu fara í að æfa hipphopprútínur. Markaðurinn/Völundur Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virkilega verið að djöflast á gólfinu. Þetta er kannski ekkert sérstaklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrúlega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálfunin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar danstegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitthvað virkilega hipp og kúl. Hipphoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sífellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virkilega verið að djöflast á gólfinu. Þetta er kannski ekkert sérstaklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrúlega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálfunin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar danstegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitthvað virkilega hipp og kúl. Hipphoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sífellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs
Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira