Viðskipti innlent

Baugur vill hluti fyrrverandi forstjóra

ein verslana goldsmiths Baugur, sem á meirihluta í annarri stærstu skartgripakeðju Bretlands, er sagður vilja kaupa alla hluti brottrekins forstjóra.
ein verslana goldsmiths Baugur, sem á meirihluta í annarri stærstu skartgripakeðju Bretlands, er sagður vilja kaupa alla hluti brottrekins forstjóra.

Forsvarsmenn Baugs Group í Bretlandi eru sagðir bera víurnar í Jurek Piasecki, stofnanda og fyrrum forstjóra skartgripakeðjunnar Goldsmiths, næst­stærstu skartgripakeðju Bretlands í aldarfjórðung, um kaup á hlutum hans í keðjunni.

Baugur festi sér meirihluta í Goldsmiths í félagi við Kaldbak hf., Feng hf., sem nú heitir Fons og þeir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson fara fyrir, og Bank of Scotland fyrir þremur árum og greiddi fyrir 110 milljónir punda, jafnvirði 14,4 milljarða króna, að þávirði.

Baugur sagði Piasecki óvænt upp störfum seint í september og setti nýjan forstjóra í hans stað. Forstjórinn fyrrverandi situr enn á 15 prósenta hlut í Goldsmiths, sem verðlagður er á um 12 milljónir punda, jafnvirði 1,5 milljarða króna.

Breska dagblaðið The Observer segir litlar líkur á að Piasecki gangi fús að boði Baugs enda sé hann sterkefnaður og eigi Baugi litlar þakkir fyrir. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×