Teymi horfir til heimamarkaðar 16. október 2007 16:26 Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Teymis, og Árni Pétur Jónsson forstjóri fara yfir stöðuna eftir fyrirtækjakaup og breytingar í síðustu viku. Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi." Markaðir Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi."
Markaðir Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira