Viðskipti innlent

Ísland við meðtalið

Verðbólga á Íslandi mælist nú nærri meðaltali EES-ríkja samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir samræmda vísitölu neysluverðs innan EES-svæðis í september.

Samkvæmt þeim hækkaði neysluverð á Íslandi um 2,1 prósent síðastliðna tólf mánuði, en að meðaltali var verðbólga í EES-ríkjum 2,2 prósent á tímabili.

Stærsti munur samræmdu vísitölunnar og þeirrar sem Hagstofan reiknar fyrir Ísland er að íbúðaverð hefur ekki bein áhrif á samræmdu vísitöluna.- ss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×