Viðskipti innlent

Baugur horfir á Saks

Gengi bréfa í bandarísku lúxusvöruversluninni Saks hefur lækkað um 15,6 prósent frá því tilkynnt var um kaup Baugs í félaginu.
Gengi bréfa í bandarísku lúxusvöruversluninni Saks hefur lækkað um 15,6 prósent frá því tilkynnt var um kaup Baugs í félaginu.

Baugur Group er meðal fjárfesta sem hafa hugsanlega áhuga á því að kaupa bandarísku munaðarvöruverslunina Saks, samkvæmt Reuters. Baugur á rúman átta prósenta hlut í félaginu.

Tilkynnt var um kaup Baugs í Saks seint í júlí en kaupverð nam jafnvirði fimmtán milljörðum króna. Gengi bréfa í verslanakeðjunni stóð þá í 22 dölum á hlut en tók að hríðlækka stuttu síðar samfara óróleika á fjármálamörkuðum og fór lægst í 15,26 dali snemma í september. Gengið stóð í 18,6 dölum á hlut við lokun viðskipta á mánudag.

Sara Lind, upplýsingafulltrúi Baugs, vildi ekki tjá sig um áhuga félagsins á Saks og benti á að félagið hafi eignast hluti sína í versluninni yfir langan tíma. Þá vildi hún hvorki segja til um yfir hversu langt tímabili Baugur keypti hlutina í Saks né á hvaða gengi félagið keypti þá. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×