Viðskipti innlent

Yfirtökur í Kína

Fundarmenn gátu fengið nudd hjá kínverskum nuddara á fundinum. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, þáði boðið og lét þreytuna líða úr stífum herðum. Fréttablaðið/Anton
Fundarmenn gátu fengið nudd hjá kínverskum nuddara á fundinum. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, þáði boðið og lét þreytuna líða úr stífum herðum. Fréttablaðið/Anton

Glitnir og Útflutningsráð Íslands stóðu fyrir ráðstefnu á mánudaginn þar sem meðal annars var rætt um yfirtökur fyrirtækja í Kína.

Lars Ellström, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins SkyEast, fjallaði um viðskipti þar eystra í samhengi við efnahagslíf og stjórnmálaástand. Andrew Harper hjá China Business Group fjallaði um yfirtökur fyrirtækja og lagaleg álitaefni í því sambandi. Þá sagði Magnús Bjarnason frá reynslu Glitnis við að aðstoða viðskiptamenn þess við yfir­tökur í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×