Viðskipti innlent

Dræmt hjá Stork

Hollenska iðnsamsteypan Stork skilaði verri afkomu á þriðja ársfjórðungi en lægstu spár hljóðuðu upp á.
Hollenska iðnsamsteypan Stork skilaði verri afkomu á þriðja ársfjórðungi en lægstu spár hljóðuðu upp á.

Hollenska iðnsamstæðan Stork skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 17 milljónum evra, jafnvirði tæpra 1,5 milljarða króna, samanborið við 25 milljónir á sama tíma í fyrra.

Afkoman er talsvert undir lægstu spám markaðsaðila sem reiknuðu með allt frá 21 til rúmlega 30 milljóna evra hagnaði á tímabilinu.

Marel, Eyrir Invest og Landsbankinn eiga saman rúman 43 prósenta hlut í samstæðunni.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×