Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Heimildarmynd ársins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
HEIMA
Heimildarmynd Sigur Rósar um tveggja vikna tónleikaferðalag hljómsveitarinnar á Íslandi sumarið 2006. Sýnt frá ýmsum tónleikum, meðal annars á Miklatúni og Ásbyrgi. Þá er einnig sýnt frá einkatónleikum hljómsveitarinnar fyrir fjölskyldu og vini.

Leikstjóri - Dean DeBlois.

Framleiðendur - John Best, Dean O´Connor. Framleiðslufyrirtæki - Klikk Film, EMI Records og Truenorth

LIFANDI Í LIMBÓ
Hrafnhildur Gunnarsdóttir er einn leikstjóra og framleiðenda myndarinnar.
Líf fjögurra palestínskra flóttamanna og líbansks dreng í Shatila flóttamannabúðunum í Líbanon. Framtíðarvonir fólksins eftir rúman áratug í búðunum þar sem enn er ekki kominn friður á svæðinu. Fylgst er með fólkinu frá árinu 1993 þegar Oslóarfriðarsamkomulagið milli Ísraelsmanna og Palestínumanna benti til að friður kæmist fljótt á í Austurlöndum nær.

Leikstjórar - Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Naccache og Erica Marcus.

Framleiðandur - Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Erica Marcus. Framleiðslufyrirtæki - Krumma film.

SYNDIR FEÐRANNA
Heimildarmynd um afdrif drengja sem voru á upptökuheimilinu að Breiðavík í Rauðasandshreppi 1955-1974. Saga heimilisins sögð í gegnum frásögn fimm manna sem voru vistaðir á heimilinu barnungir. Ljósmyndum frá tímabilinu er blandað saman við áróðursmynd sem gerð var til fjáröflunar fyrir heimilið á sjötta áratugnum.

Leikstjórar - Ari Alexander Ergis Magnússon og Bergsteinn Björgúlfsson

Framleiðendur - Bergsteinn Björgúlfsson og Hrönn Kristinsdóttir Framleiðslufyrirtæki Köggull efh. og Kvikmyndafélagið Tröllakirkja.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×