Viðskipti innlent

Framhald í næstu viku

,,Guðmundur Magnússon og Stefán Már Stefánsson fjalla um Evrópska myntkerfið og peningamál í annarri grein af þremur um evruna og krónuna. Markmið greinaflokksins er að spyrja um hvort og hver ábati Íslendinga yrði af myntsamstarfi við Evrópusambandið,“ segir í efnisyfirliti nýjasta heftis vikuritsins Vísbendingar.

Efnið er áhugavert en framsetningin ef til vill ekki í takt við það sem kennt er í blaðamennsku þar sem byrjað er á því sem fréttnæmt þykir og nýtt. Í lokin segir nefnilega: „En hver yrði kostnaður og ábati Íslands af myntsamstarfi? Um það er fjallað í þriðja hluta greinarinnar í næsta tölublaði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×