Viðskipti innlent

Vondir lögmenn

Mætur lögmaður í Vest­manna­eyjum fór með atkvæði Stillu, félags Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar fyrir helgina. Í Eyjum hefur myndast mikil samstaða um að „verja“ Vinnslustöðina sem Stillumenn vildu kaupa fyrir helmingi hærri upphæð en Eyjamenn ehf. buðu í sumar. Eyjamenn höfðu engu síður betur í slagnum og fara með rétt rúm 50 prósent í félaginu. Heyrðist fleygt að Eyjalögmaðurinn hefði tekið að sér verkið með semingi og byrjað á að benda á annan á sömu stofu sem þegar hefði skapað sér óvinsældir í bænum fyrir að atast í málum tengdum stofn­bréfum sparisjóðsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×