Viðskipti innlent

MannAuður

Halla Tómasdóttir, Viðskiptaráð Íslands
Halla Tómasdóttir, Viðskiptaráð Íslands
Undanfarið ár hefur verið erfitt Straumi hvað varðar starfsmannahald. Hafa margir hæfir starfsmenn hætt hjá bankanum og farið annað. Nú síðast hætti Ægir Birgisson, helsti miðlari Straums, og tók með sér Markús Mána Michaelsson til VBS. Forstjóri Straums flaug heim til að telja þeim hughvarf. Það gekk ekki. Fyrr á árinu hætti framkvæmdastjóri lánasviðs, Margit Robertet. Hún stefnir að því að taka þátt í kvennaævintýrinu Auður Capital ásamt Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur. Greinilegt að þær stöllur eru að byggja upp öflugt lið í kringum sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×