Viðskipti innlent

Að komast hjá dómi

Komið hefur fram gagnrýni á það fyrirkomulag að Orkuveita Reykjavíkur greiði málskostnað Svandísar Svavarsdóttur, oddvita VG í borginni, í máli hennar í tengslum við sameiningu REI og Geysis Green Energy. „Fróðlegt verður að fá upplýst hvað þessi málarekstur hennar hefur í heild kostað Reykvíkinga,“ segir Dögg Pálsdóttir lögmaður á síðu sinni og bendir jafnframt á að afar hæpið megi teljast að Svandís hefði haft sigur fyrir dómi. Ekki er þó loku fyrir það skotið að þar verði á endanum tekist á um vafaatriði því hjá Geysi telja menn að samningar standi, þar til um annað hafi verið samið … já eða þeim rift með dómi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×