Viðskipti innlent

Eldaðu maður

Sé kreppan á næsta leiti, eins og sumir halda blákalt fram, má búast við að nokkur stjórnendahöfuðin verði látin fjúka, enda þurfa menn að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Konur eru fáar efst á toppnum en fjölmargar á metorðastigunum fyrir neðan. Þangað hafa þær klifið og bíða nú átektar, tilbúnar að taka við stjórnartaumunum. Það er því ekki seinna vænna fyrir karlmenn að fella einhver kvennavígi. Út er komin bókin „Eldaðu maður“ hjá bókaforlaginu Sölku. Hún er „alvöru matreiðslubók fyrir alvöru karlmenn“. Þar kenna karlar öðrum körlum hvernig á að elda dýrindisrétti og heilla þannig spúsurnar upp úr skónum. Á meðan konurnar taka til eftir karlana geta þeir tekið því rólega heima í eldhúsinu og hugsað sinn gang. Enginn þarf að örvænta. Í bókinni eru uppskriftirnar settar fram á karlamáli – það er að segja einföldu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×