Vont skap Vinstri-grænna Össur Skarphéðinsson skrifar 8. desember 2007 00:01 Ríkisstjórnir sem koma ánægjulega á óvart eru yfirleitt stjórnir með mikinn innri styrk. Ríkisstjórn Geirs Haarde sýndi í vikunni styrk sinn með ákvörðun um verulegar úrbætur í kjaramálum aldraðra og öryrkja um leið og hún birti einhug sinn í markvissri stefnu gegn hlýnun andrúmsloftsins. Íslenska sendinefndin á Bali í Indónesíu mun því tala skýrri röddu undir forystu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Náttúruverndarsamtök Íslands fögnuðu í meginatriðum þeirri stefnu sem stjórnin setur fram í loftslagsmálunum. Guðni Ágústsson, metsöluhöfundur, var giska glaður fyrir hönd Framsóknar og Frjálslyndi flokkurinn var líka glaður. Þingmenn VG bölsótuðust hins vegar og fundu loftslagsstefnunni flest til foráttu. Þeir áttu greinilega ekki von á svo ítarlegri og jákvæðri nálgun af hálfu stjórnarinnar. Ábyrgðarleysi og spælingVinstri-grænir hafa gjarnan miðað stefnu sína við rök ágætra systurflokka á Norðurlöndum. Nú bregður svo við að þeir hafna stefnumótun Íslands sem er þó mjög áþekk stefnu norsku vinstristjórnarinnar. Íslenska afstaðan er þó ítarlegri í einstökum liðum. Rétt er að geta þess að almennt hefur norska stjórnin verið talin afar framsækin í umhverfismálum. Ábyrgðarleysi og spæling Vinstri-grænna er sannarlega merkileg í ljósi þess að norsk skoðanasystkini þeirra í ríkisstjórn Noregs eru á nákvæmlega sömu línu og Íslendingar. Við Íslendingar hljótum að leggja áherslu á að allar þjóðir heims samþykki aðgerðir sem miða að því að hitastig hækki ekki meira en 2°C miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu með almennri skerðingu á losun sem nemur 25-40% til 2020. Þá er mikilvægt að losun kolefnis sé verðlögð þannig að verðið geti orðið stórtækt stýritæki á markaði. Í því samhengi vill ríkisstjórnin halda áfram frumkvæði sínu til þess að fá fram umræður um sérkvóta fyrir heimsgreinar svo sem ál, stál og sement. Til þess var hún opinberlega hvött af Halldóri Þorgeirssyni, yfirmanni Loftslagsskrifstofunnar í Bonn og einum fremsta sérfræðingi veraldar á þessu sviði. Slík nálgun gæti reynst áhrifarík til að fá þróunarríkin með í slaginn en vissulega þarfnast hún gagnrýninnar umræðu. Að því leyti tek ég undir varnaðarorð Náttúruverndarsamtaka Íslands um þetta efni. Sérstaðan er styrkurVið Íslendingar þurfum að leggja áherslu á okkar sérstöðu þar sem við höfum þróað aðferðir til þess að nýta jarðhita og vatnsafl til rafmagnsframleiðslu og ber skylda til þess að deila þeim með þróunarlöndum sem líða fyrir orkufátækt þótt víða um heim séu miklir möguleikar á virkjun jarðhita og vatnsfalla. Það þarf einnig að vera sveigjanleiki í heimsreglum til að fá metna græna tækni, skógrækt, endurheimt votlendis, föngun og förgun kolefnis og varðveislu regnskóga sem framlag til baráttunnar gegn hlýnun jarðar. Íslendingar hafa sett sér það markmið að vera meðal fyrstu þjóða til þess að knýja báta- og bílaflota landsmanna með endurnýjanlegu eldsneyti. Við gætum gengið mun lengra en gert er í dag með orkunýtni í ýmsum myndum. Hins vegar er það óþarfi hjá Vinstri-grænum að láta eins og umhverfissinnar á Íslandi hafi engum árangri náð. Áliðnaðurinn sem hér hefur vaxið upp er ekki talinn meðal helstu bófa í losun gróðurhúsalofttegunda vegna þess að hann notar raforku frá grænum orkulindum, framleiðir endurnýjanlegan léttmálm og notar tækni sem hefur skánað verulega frá mengunarsjónarmiði á seinni árum. Má vísa í viturleg ummæli formanns VG að fornu og nýju í þá veru - sem sjálfsagt er að rifja upp. Loftslagsbreytingar og fyrirsjáanleg skerðing á losunarheimildum heimsins í náinni framtíð hefur leitt íslensk stjórnvöld til að ýta undir orkufrekan iðnað sem miðast við sem allra minnsta kolefnislosun. Þróun nýrrar tækni sem byggir á kolefnisfríum iðnaðarferlum eða nýting kolefnis úr útblæstri eru einnig raunhæfir valkostir ef nægum fjármunum, tíma og mannviti er varið í það verkefni í heiminum og ekki síður hér á okkar góða Íslandi, þar sem enginn skortur er á hugmyndum. Allir með í baráttunaVinstri-grænir ættu því að vera í góðu skapi og einhenda sér í baráttuna gegn hlýnun jarðar undir gunnfána ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Í þessu brýna framtíðarmáli ættum við Íslendingar að geta talað einni röddu á alþjóðavettvangi, þótt við munum auðvitað deila áfram um útfærslur og ákvarðanir á heimavelli. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir sem koma ánægjulega á óvart eru yfirleitt stjórnir með mikinn innri styrk. Ríkisstjórn Geirs Haarde sýndi í vikunni styrk sinn með ákvörðun um verulegar úrbætur í kjaramálum aldraðra og öryrkja um leið og hún birti einhug sinn í markvissri stefnu gegn hlýnun andrúmsloftsins. Íslenska sendinefndin á Bali í Indónesíu mun því tala skýrri röddu undir forystu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Náttúruverndarsamtök Íslands fögnuðu í meginatriðum þeirri stefnu sem stjórnin setur fram í loftslagsmálunum. Guðni Ágústsson, metsöluhöfundur, var giska glaður fyrir hönd Framsóknar og Frjálslyndi flokkurinn var líka glaður. Þingmenn VG bölsótuðust hins vegar og fundu loftslagsstefnunni flest til foráttu. Þeir áttu greinilega ekki von á svo ítarlegri og jákvæðri nálgun af hálfu stjórnarinnar. Ábyrgðarleysi og spælingVinstri-grænir hafa gjarnan miðað stefnu sína við rök ágætra systurflokka á Norðurlöndum. Nú bregður svo við að þeir hafna stefnumótun Íslands sem er þó mjög áþekk stefnu norsku vinstristjórnarinnar. Íslenska afstaðan er þó ítarlegri í einstökum liðum. Rétt er að geta þess að almennt hefur norska stjórnin verið talin afar framsækin í umhverfismálum. Ábyrgðarleysi og spæling Vinstri-grænna er sannarlega merkileg í ljósi þess að norsk skoðanasystkini þeirra í ríkisstjórn Noregs eru á nákvæmlega sömu línu og Íslendingar. Við Íslendingar hljótum að leggja áherslu á að allar þjóðir heims samþykki aðgerðir sem miða að því að hitastig hækki ekki meira en 2°C miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu með almennri skerðingu á losun sem nemur 25-40% til 2020. Þá er mikilvægt að losun kolefnis sé verðlögð þannig að verðið geti orðið stórtækt stýritæki á markaði. Í því samhengi vill ríkisstjórnin halda áfram frumkvæði sínu til þess að fá fram umræður um sérkvóta fyrir heimsgreinar svo sem ál, stál og sement. Til þess var hún opinberlega hvött af Halldóri Þorgeirssyni, yfirmanni Loftslagsskrifstofunnar í Bonn og einum fremsta sérfræðingi veraldar á þessu sviði. Slík nálgun gæti reynst áhrifarík til að fá þróunarríkin með í slaginn en vissulega þarfnast hún gagnrýninnar umræðu. Að því leyti tek ég undir varnaðarorð Náttúruverndarsamtaka Íslands um þetta efni. Sérstaðan er styrkurVið Íslendingar þurfum að leggja áherslu á okkar sérstöðu þar sem við höfum þróað aðferðir til þess að nýta jarðhita og vatnsafl til rafmagnsframleiðslu og ber skylda til þess að deila þeim með þróunarlöndum sem líða fyrir orkufátækt þótt víða um heim séu miklir möguleikar á virkjun jarðhita og vatnsfalla. Það þarf einnig að vera sveigjanleiki í heimsreglum til að fá metna græna tækni, skógrækt, endurheimt votlendis, föngun og förgun kolefnis og varðveislu regnskóga sem framlag til baráttunnar gegn hlýnun jarðar. Íslendingar hafa sett sér það markmið að vera meðal fyrstu þjóða til þess að knýja báta- og bílaflota landsmanna með endurnýjanlegu eldsneyti. Við gætum gengið mun lengra en gert er í dag með orkunýtni í ýmsum myndum. Hins vegar er það óþarfi hjá Vinstri-grænum að láta eins og umhverfissinnar á Íslandi hafi engum árangri náð. Áliðnaðurinn sem hér hefur vaxið upp er ekki talinn meðal helstu bófa í losun gróðurhúsalofttegunda vegna þess að hann notar raforku frá grænum orkulindum, framleiðir endurnýjanlegan léttmálm og notar tækni sem hefur skánað verulega frá mengunarsjónarmiði á seinni árum. Má vísa í viturleg ummæli formanns VG að fornu og nýju í þá veru - sem sjálfsagt er að rifja upp. Loftslagsbreytingar og fyrirsjáanleg skerðing á losunarheimildum heimsins í náinni framtíð hefur leitt íslensk stjórnvöld til að ýta undir orkufrekan iðnað sem miðast við sem allra minnsta kolefnislosun. Þróun nýrrar tækni sem byggir á kolefnisfríum iðnaðarferlum eða nýting kolefnis úr útblæstri eru einnig raunhæfir valkostir ef nægum fjármunum, tíma og mannviti er varið í það verkefni í heiminum og ekki síður hér á okkar góða Íslandi, þar sem enginn skortur er á hugmyndum. Allir með í baráttunaVinstri-grænir ættu því að vera í góðu skapi og einhenda sér í baráttuna gegn hlýnun jarðar undir gunnfána ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Í þessu brýna framtíðarmáli ættum við Íslendingar að geta talað einni röddu á alþjóðavettvangi, þótt við munum auðvitað deila áfram um útfærslur og ákvarðanir á heimavelli. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun