Banakahólfið: Hvað á barnið að heita? 19. desember 2007 00:01 Sumir hafa af því nokkuð gaman að fletta Lögbirtingarblaðinu. Til dæmis eru þar birt í löngum röðum nöfn fyrirtækja og félaga sem stofnuð hafa verið utan um hvers kyns rekstur. Allur gangur er á hvernig fólki tekst til við nafngiftir og vissara að vanda til þær strax í byrjun. Þannig var augljóslega ekki grundvöllur fyrir Grundvelli, þar sem skiptum lauk fyrir helgina. Á föstudag voru líka ótal ný félög kynnt til sögunnar. Þar á meðal eitt sem starfar við hugbúnaðargerð, hefur starfsemi tengda veraldarvefnum, stendur að sölu á stafrænu og þar fram eftir götunum. Nafnið... Gogoyoko ehf. Í sama holli voru líka félögin Amma Habbý, Goðafélagið, Krummasteinn, Uomo, Þrír litlir pizzastrákar, Hár-Berg, og fjöldi annarra. Góðgæti uppseltGreint er frá því í forsíðufrétt Bændablaðsins að torvelt sé um þessar mundir að verða sér úti um sviðalappir, en slíkur herramannsmatur njóti jú næstum jafnmikilla vinsælda og svið gera. Torveldar framleiðsluna að dýralæknar leggist á móti flutningi lappanna milli svæða af ótta við riðusmit. Fjallalamb á Kópaskeri, en Kópasker mun vera hreint af kindasjúkdómum, er þó sagt hafa boðið upp á sviðalappir, en birgðir frá haustslátrun séu nú á þrotum. „En strax eftir áramótin verður haldið áfram að svíða og verður þá nóg til af þessu góðgæti allt árið," segir í Bændablaðinu.Davíð og dótabúðinDavíð Oddsson Seðlabankastjóri var við síðustu stýrivaxtaákvörðun spurður hvort opnun tveggja stórra leikfangaverslana gæti haft áhrif á efnahaginn og eyðsluna. Davíð sagði fátt um það, en undraðist viðbrögðin. Það væri eins og hér hefði aldrei fyrr verið opnuð dótabúð. Leikfangaverslunin Bara fyrir börnin segir í auglýsingum að Seðlabankastjóri beini þeim tilmælum til fólks að vera hagsýnt við leikfangakaup og auglýsir mikla lækkun. Það skyldi þó ekki hafa falist í orðum Seðlabankastjórans að fólk ætti að kaupa minna af dóti en ekki meira? Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Sumir hafa af því nokkuð gaman að fletta Lögbirtingarblaðinu. Til dæmis eru þar birt í löngum röðum nöfn fyrirtækja og félaga sem stofnuð hafa verið utan um hvers kyns rekstur. Allur gangur er á hvernig fólki tekst til við nafngiftir og vissara að vanda til þær strax í byrjun. Þannig var augljóslega ekki grundvöllur fyrir Grundvelli, þar sem skiptum lauk fyrir helgina. Á föstudag voru líka ótal ný félög kynnt til sögunnar. Þar á meðal eitt sem starfar við hugbúnaðargerð, hefur starfsemi tengda veraldarvefnum, stendur að sölu á stafrænu og þar fram eftir götunum. Nafnið... Gogoyoko ehf. Í sama holli voru líka félögin Amma Habbý, Goðafélagið, Krummasteinn, Uomo, Þrír litlir pizzastrákar, Hár-Berg, og fjöldi annarra. Góðgæti uppseltGreint er frá því í forsíðufrétt Bændablaðsins að torvelt sé um þessar mundir að verða sér úti um sviðalappir, en slíkur herramannsmatur njóti jú næstum jafnmikilla vinsælda og svið gera. Torveldar framleiðsluna að dýralæknar leggist á móti flutningi lappanna milli svæða af ótta við riðusmit. Fjallalamb á Kópaskeri, en Kópasker mun vera hreint af kindasjúkdómum, er þó sagt hafa boðið upp á sviðalappir, en birgðir frá haustslátrun séu nú á þrotum. „En strax eftir áramótin verður haldið áfram að svíða og verður þá nóg til af þessu góðgæti allt árið," segir í Bændablaðinu.Davíð og dótabúðinDavíð Oddsson Seðlabankastjóri var við síðustu stýrivaxtaákvörðun spurður hvort opnun tveggja stórra leikfangaverslana gæti haft áhrif á efnahaginn og eyðsluna. Davíð sagði fátt um það, en undraðist viðbrögðin. Það væri eins og hér hefði aldrei fyrr verið opnuð dótabúð. Leikfangaverslunin Bara fyrir börnin segir í auglýsingum að Seðlabankastjóri beini þeim tilmælum til fólks að vera hagsýnt við leikfangakaup og auglýsir mikla lækkun. Það skyldi þó ekki hafa falist í orðum Seðlabankastjórans að fólk ætti að kaupa minna af dóti en ekki meira?
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent