Fótbolti

Diego bestur í Þýskalandi

Diego þótti skara framúr á fyrri helmingi leiktíðar í Þýskalandi
Diego þótti skara framúr á fyrri helmingi leiktíðar í Þýskalandi NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits.

Diego fékk tæp 50% atkvæða í kjörinu en næst komu félagar hans Miroslav Klose (32,7%) og Torsten Frings (4,1%). Þess má geta að Diego er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að vera miðjumaður. Í þessu sama kjöri var svo Robert Enke hjá Hannover kosinn besti markvörðurinn og hlaut 37% atkvæða - nokkru á undan Tim Wiese hjá Bremen sem varð í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×